Jacintha Saldanha
Jacintha Saldanha — AFP
Bresk lögregluyfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu beðið lögregluyfirvöld í Ástralíu að kanna hvort útvarpsfólkið Mel Greig og Michael Christian hefðu brotið áströlsk lög, þegar þau beittu blekkingum til að fá upplýsingar um líðan Catherine Middleton,...

Bresk lögregluyfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu beðið lögregluyfirvöld í Ástralíu að kanna hvort útvarpsfólkið Mel Greig og Michael Christian hefðu brotið áströlsk lög, þegar þau beittu blekkingum til að fá upplýsingar um líðan Catherine Middleton, hertogaynjunnar af Cambridge, þegar hún lá á sjúkrahúsi í London vegna morgunógleði.

Greig og Christian höfðu samband við sjúkrahúsið og þóttust vera Charles Bretaprins og Elísabet II drottning en hjúkrunarkonan Jacintha Saldanha, sem svaraði í símann, framdi sjálfsvíg eftir að upp komst um blekkingarnar.

Útvarpsfólkið fór huldu höfði í kjölfar hneykslisins en Christian hefur síðan snúið aftur og hlaut m.a. útvarpsverðlaun á dögunum. Greig er hins vegar enn í leyfi og er komin í mál við vinnuveitanda sinn, sem hún ásakar um að hafa brugðist í því að skapa öruggt starfsumhverfi.