Meirihluti þeirra íslensku knattspyrnukvenna sem náð að hafa spila 50 A-landsleiki eða meira eru í íslenska landsliðshópnum sem nú er kominn til Svíþjóðar og tekur þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins.
Alls hafa sextán konur spilað 50 landsleiki eða meira og níu þeirra eru í EM-hópnum. Það eru Katrín Jónsdóttir (128), Þóra B. Helgadóttir (98), Dóra María Lárusdóttir (90), Margrét Lára Viðarsdóttir (88), Hólmfríður Magnúsdóttir (82), Ólína G. Viðarsdóttir (60), Sara Björk Gunnarsdóttir (60), Katrín Ómarsdóttir (53) og Rakel Hönnudóttir (50).
Hinar sjö sem hafa náð 50 leikjum eru Edda Garðarsdóttir (103), Ásthildur Helgadóttir (69), Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (65), Guðlaug Jónsdóttir (56), Erla Hendriksdóttur (55), Olga Færseth (54) og Margrét Ólafsdóttir (51). vs@mbl.is