Útspilsvandi. S-Enginn Norður &spade;KG85 &heart;6 ⋄1083 &klubs;ÁD953 Vestur Austur &spade;Á42 &spade;D1076 &heart;D109 &heart;K87532 ⋄K94 ⋄765 &klubs;G862 &klubs;-- Suður &spade;93 &heart;ÁG4 ⋄ÁDG2 &klubs;K1074 Suður spilar 3G.

Útspilsvandi. S-Enginn

Norður
KG85
6
1083
ÁD953

Vestur Austur
Á42 D1076
D109 K87532
K94 765
G862 --

Suður
93
ÁG4
ÁDG2
K1074

Suður spilar 3G.

Suður opnar á grandi (15-17), norður leitar eftir hálit, fær neitun og segir þá 3G. Blátt áfram og hversdagslegt. Nú ætti lesandinn að líta til vesturs og velja útspil.

Spilið er frá fyrri hluta opnu sveitakeppninnar Oostend og var sýnt frá fjórum borðum á Bridgebase. Tvisvar kom út lítill spaði, einu sinni hjarta og einu sinni tígull. Engum datt í hug að spila út laufi frá lengsta lit.

Eftir 2 út vinnst spilið með því að stinga upp K og það gerði Svíinn Wrang. Keppinautur hans á hinu borðinu, Ísraelinn Yadlin, setti hins vegar gosann og fékk réttláta refsingu, því austur skipti auðvitað yfir í hjarta.

Ekkert reynir á sagnhafa eftir tígulútspil, en Norðmaðurinn Hoyland fékk út hjarta. Hann drap K, fór inn í borð á lauf og svínaði í tígli. Vestur drap strax á K, spilaði litlum spaða og ... kóngurinn upp, auðvitað.