Stjórnvöld í Ástralíu sögðu á miðvikudag að verulega hefði dregið úr losun eiturefna við Kóralrifið mikla en viðurkenndu jafnframt að ástandið á rifinu hefði farið versnandi síðustu ár vegna hvirfilbylja og flóða.

Stjórnvöld í Ástralíu sögðu á miðvikudag að verulega hefði dregið úr losun eiturefna við Kóralrifið mikla en viðurkenndu jafnframt að ástandið á rifinu hefði farið versnandi síðustu ár vegna hvirfilbylja og flóða.

„Öfgafullir veðurviðburðir hafa haft veruleg áhrif á almennt ásigkomulag sjávarumhverfisins, sem hefur hrakað úr í meðallagi í slæmt, yfir það heila,“ segir í nýrri skýrslu um ástand rifsins.

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur lýst því yfir að kóralrifið verði tekið af heimsminjaskrá og fært í hættuflokk á næsta ári ef ekki verður gripið til aðgerða.

Umhverfisráðherra Ástralíu, Mark Butler, sagði að stjórnvöld stefndu m.a. að því að bæta vatnsgæði við rifið með því að draga úr losun köfnunarefna um 50% en fylgni er á milli styrks köfnunarefna í sjónum og útbreiðslu krossfiskategunda sem eru skaðlegar rifinu.