Umdeilt Löggjafinn ákvað að endurskoða lögin eftir að 31 árs gömul kona lést í kjölfar sýkingar frá deyjandi fóstri sem læknar neituðu að fjarlægja.
Umdeilt Löggjafinn ákvað að endurskoða lögin eftir að 31 árs gömul kona lést í kjölfar sýkingar frá deyjandi fóstri sem læknar neituðu að fjarlægja. — AFP
Til stóð að írska þingið greiddi atkvæði um frumvarp um fóstureyðingar á miðvikudag en umræður héldu áfram langt fram eftir kvöldi, enda frumvarpið afar umdeilt bæði meðal íhaldssamra og frjálslyndra.

Til stóð að írska þingið greiddi atkvæði um frumvarp um fóstureyðingar á miðvikudag en umræður héldu áfram langt fram eftir kvöldi, enda frumvarpið afar umdeilt bæði meðal íhaldssamra og frjálslyndra.

Verði frumvarpið, The Protection of Life During Pregnancy Bill, samþykkt verður læknum heimilt að framkvæma fóstreyðingar þegar líf móðurinnar er í hættu.

Íhaldssamir þingmenn og trúarleiðtogar hafa harðlega mótmælt ákvæði sem myndi jafnframt heimila fóstureyðingu í þeim tilfellum þegar líkur eru taldar á að móðirin fremji sjálfsvíg. Óttast þeir að ákvæðið muni opna á óheftan aðgang að fóstureyðingum, þrátt fyrir að tveir geðlæknar og fæðingalæknir þurfi að votta að hættan á sjálfsvígi sé „raunveruleg og umtalsverð.“

Nokkrar þingkonur lögðu fram tillögu um viðauka við frumvarpið um að fóstureyðingar yrðu einnig leyfðar þegar þungunin væri afleiðing nauðgunar eða sifjaspells en mættu mikilli andstöðu og drógu hana til baka. Fóstureyðingar eru alfarið bannaðar á Írlandi samkvæmt núgildandi lögum.

holmfridur@mbl.is