Átök Fylgismenn Bræðralags múslíma vilja að Morsi verði sleppt úr haldi.
Átök Fylgismenn Bræðralags múslíma vilja að Morsi verði sleppt úr haldi. — AFP
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast standa við áætlanir um að afhenda egypska hernum fjórar F-16 orrustuþotur í ágúst, þrátt fyrir að öll aðstoð Bandaríkjamanna við Egyptaland sé í endurskoðun í kjölfar þess að herinn steypti Mohamed Morsi, lýðræðislega...

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast standa við áætlanir um að afhenda egypska hernum fjórar F-16 orrustuþotur í ágúst, þrátt fyrir að öll aðstoð Bandaríkjamanna við Egyptaland sé í endurskoðun í kjölfar þess að herinn steypti Mohamed Morsi, lýðræðislega kjörnum forseta landsins, af stóli í síðustu viku.

Ríkisstjórn Barack Obama hefur sagt að hún hafi til skoðunar hvort valdataka hersins sé eiginlegt valdarán en ef það yrði niðurstaðan væru stjórnvöld vestanhafs knúin, samkvæmt bandarískum lögum, til að stöðva alla aðstoð við landið.

Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hins vegar sagt að þau muni áfram viðhalda langvarandi hernaðarsambandi við Egyptaland og að Bandaríkin vilji að lýðræðisskipan komist á sem fyrst.

Egyptar hafa fjárfest í fleiri en 220 F-16 vélum síðan 1980 og eiga fjórða stærsta flota þeirra í heimi, á eftir Bandaríkjunum, Ísrael og Tyrklandi.