Gunnlaugur Pálmi Steindórsson fæddist í Reykjavík 25. október 1925. Hann andaðist á heimili sínu 21. júní 2013.

Útför Gunnlaugs fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 3. júlí 2013.

Brostinn er hlekkur í keðju vorri. Fallinn er frá kær vinur og Oddfellowbróðir, Gunnlaugur Pálmi Steindórsson.

Okkur 30 konum þótti mikill heiður að svo reyndur Oddfellow sem Gunnlaugur var vildi taka þátt með okkur í stofnun nýrrar systrastúku hinn 1. des. sl. og nutum við reynslu hans og ráðgjafar með miklu þakklæti. Hann sótti fundi okkar Þorbjargarsystra af áhuga og vildi okkur allt hið besta í stúkustarfinu og studdi okkur með ráðum og dáð. Hann sótti einnig skemmtanir og vorferðalag með okkur og munum við sakna nærveru hans.

Við sendum sonum hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hins látna bróður.

F.h. Þorbjargarsystra,

Stjórnin,

Hildigunnur Hlíðar.