Frumlegt Föstudagsfiðrildi Hins hússins eru lífleg og vekja jafnan kátínu.
Frumlegt Föstudagsfiðrildi Hins hússins eru lífleg og vekja jafnan kátínu. — Morgunblaðið/Eggert
Á morgun munu síðustu Föstudagsfiðrildi listhópa og götuleikhúss Hins hússins flögra um stræti Reykjavíkurborgar. Hóparnir verða staðsettir víðsvegar um miðbæinn á milli klukkan 12 og 14 og verður ýmislegt á boðstólnum.

Á morgun munu síðustu Föstudagsfiðrildi listhópa og götuleikhúss Hins hússins flögra um stræti Reykjavíkurborgar. Hóparnir verða staðsettir víðsvegar um miðbæinn á milli klukkan 12 og 14 og verður ýmislegt á boðstólnum.

Meðal staða þar sem rekast má á hópana eru fyrir utan Macland við Laugaveg 17 þar sem fiðluleikarinn Stringolin mun flytja fræg útvarpslög, á Bríetartorgi við Þingholtsstræti þar sem spunahljómsveitin Sagitaria Raga mun stíga á stokk, við hliðina á Timberland-versluninni við Laugaveg 6 þar sem Tómamengi mun vera með uppákomu og dansvæna tónlist, Austurstræti þar sem Ritsveinninn réttsýni verður með myndbandstæki auk þess sem götuleikhúsið verður á ferð og flugi um miðbæinn.

Þetta er þó ekki í síðasta skiptið sem hóparnir koma fram. Lokahátíð þeirra mun fara fram í göngugötunni á Laugaveginum fimmtudaginn 18. júlí á milli 16 og 18 auk þess sem hóparnir munu skemmta gestum og gangandi á Menningarnótt.