— Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Alfreð Gíslason var í gær heiðraður í bak og fyrir á samkomu í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Alfreð Gíslason var í gær heiðraður í bak og fyrir á samkomu í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Fékk heiðursviðurkenningu íþróttaráðs bæjarins, var sæmdur gullmerki HSÍ og síðast en ekki síst var Alfreð gerður að heiðursfélaga í Knattspyrnufélagi Akureyrar, KA. Þar óx hann úr grasi sem handboltamaður, sneri heim eftir glæstan feril sem leikmaður erlendis og gerði félagið að stórveldi, og starfar nú sem þjálfari í Þýskalandi við frábæran orðstír. Á myndinni eru hjónin Alfreð og Kara Guðrún Melstað með afa- og ömmustelpuna Herdísi Elfarsdóttur í gær.