David Cameron
David Cameron
Sjálfstæð eftirlitsnefnd um útgjöld breska þingsins hefur lagt til að árslaun þingmanna verði hækkuð um 9,3%, úr 68.000 pundum í 74.000 pund, árið 2015.

Sjálfstæð eftirlitsnefnd um útgjöld breska þingsins hefur lagt til að árslaun þingmanna verði hækkuð um 9,3%, úr 68.000 pundum í 74.000 pund, árið 2015. Tillagan hefur vakið mikla reiði á Bretlandi, þar sem víða hefur gætt mikils samdráttar, og meðal-árslaun nema um 26.500 pundum, eða nærri 5 milljónum íslenskra króna. Nefndin hefur varið tillöguna og segir nauðsynlegt að þingið laði að úrvals-kandídata. Þá sé vinnutíminn langur.

David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur lýst sig mótfallinn hækkuninni en ýmis verkalýðsfélög hafa í kjölfar birtingar tillögunnar farið fram á sambærilega kjarabót.