12. júlí 1940 Vegna mikillar fjölgunar ökutækja í kjölfar hernámsins birti lögreglustjórinn í Reykjavík auglýsingu þar sem brýnt var fyrir ökumönnum að „gefa merki er þeir breyta um stefnu, nema staðar eða draga verulega úr ferð sinni“. 12.

12. júlí 1940

Vegna mikillar fjölgunar ökutækja í kjölfar hernámsins birti lögreglustjórinn í Reykjavík auglýsingu þar sem brýnt var fyrir ökumönnum að „gefa merki er þeir breyta um stefnu, nema staðar eða draga verulega úr ferð sinni“.

12. júlí 1948

Sex breskar herþotur af gerðinni Vampire lentu á Keflavíkurflugvelli eftir tveggja og hálfrar klukkustundar flug frá Stornoway í Bretlandi. „Þar með hefur, í fyrsta sinn, verið flogið yfir Atlantshaf í þrýstiloftsflugvélum,“ sagði í frétt á forsíðu Morgunblaðsins.

12. júlí 1975

Sumartónleikar í Skálholti voru haldnir í fyrsta sinn. Þetta mun vera elsta og jafnframt stærsta sumartónlistarhátíð landsins.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson