Kjartan Örn Kjartansson
Kjartan Örn Kjartansson
Eftir Kjartan Örn Kjartansson: "Betra væri að veita lóð undir þessa aðstöðu í ytri hverfum borgarinar ..."

Ég veit ekki alltaf hvað núverandi borgarstjórn gengur til í hinum ýmsu málum. Mér skilst að íslamistar á Íslandi séu nú um það bil að fá úthlutað lóð fyrir starfsemi sína og bænaturn í nafni trúar á tánni í óslegnu grasinu í Sogamýrinni á milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar. Þetta er afar fallegur staður fyrir hvað sem er og eitt sinn átti að vera almenningsgarður þarna, þótt farið sé að þrengja að slíkum hugmyndum vegna byggingaframkvæmda þar. Það sem verra er í þessu tilfelli er að staðurinn er afar áberandi, þannig að hvaða mannvirki sem er sæist varla betur á öðrum stað.

Mergurinn málsins

Ekki ætla ég að ásaka áhangandur íslam á Íslandi um neitt misjafnt, en mér finnst að höfuðborgin og Ísland eigi ekki með þessu að sýna eða hætta á að vera séð með einhvern sérstakan stuðning við þessi trúarbrögð, sem svo mjög margir óttast af gefnum tilefnum. Betra væri að veita lóð undir þessa aðstöðu í ytri hverfum borgarinar og leyfa viðkomandi að iðka vonandi friðsamar trúarathafnir sínar þar í friði fyrir öðrum.

Hvernig væri að lóðin yrði sett á uppboð eins og almenningi er víst ætlað að gera vegna lóða í Úlfarsárdal?

Höfundur er fyrrverandi forstjóri og varaformaður Hægri grænna, flokks fólksins.