Teikningar Handrit Becketts að skáldsögunni Murphy er í sex minnisbókum. Ýmiskonar teikningar eru á síðunum og setningar margskrifaðar.
Teikningar Handrit Becketts að skáldsögunni Murphy er í sex minnisbókum. Ýmiskonar teikningar eru á síðunum og setningar margskrifaðar. — Photograph: Sotheby's/PA
Háskólinn í Reading bauð hæst í handrit írska rithöfundarins Samuels Beckett að skáldsögunni Murphy . Beckett, sem hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1969, byrjaði að skrifa söguna 1935. Handritið hafði verið sagt eitt hið mikilvægasta frá 20.

Háskólinn í Reading bauð hæst í handrit írska rithöfundarins Samuels Beckett að skáldsögunni Murphy . Beckett, sem hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1969, byrjaði að skrifa söguna 1935. Handritið hafði verið sagt eitt hið mikilvægasta frá 20. öld sem enn væri í einkaeigu og var metið á allt að 1,2 milljónir punda, vel yfir 200 milljónir króna. Svo fór að háskólinn í Reading hreppti hnossið, fyrir 962.000 pund.

Handrit Becketts er í sex minnisbókum og sagt miklum mun ýtarlegra en endanleg útgáfa skáldsögunnar. Mikið er um útskrikanir og endurritanir, auk þess sem fjölda teikninga gefur að líta á síðunum, meðal annars af kollega höfundarins, James Joyce.

The Guardian hefur eftir sérfræðingi í fágætum bókum að handritið gefi afar merka innsýn í sköpunarferli Becketts.

Höfundurinn gaf vini sínum handritið árið 1938, í þakklætisskyni fyrir stuðning eftir að hann hafði orðið fyrir ástæðulausri árás hórmangara í París og hlotið stungusár. Handritið var fyrst selt árið 1968 og hefur síðan verið læst niður og hafa fræðimenn ekki getað skoðað það. „Nú er mjög spennandi fyrir fræðimenn að hafa loks aðgang að handritinu,“ segir einn fulltrúi kaupendanna.