Embætti umboðsmanns Alþingis fékk afhent ný húsakynni í Þórshamri við Templarasund 5 í Reykjavík í gær. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, afhjúpuðu skjöld við inngang hússins af því tilefni.

Embætti umboðsmanns Alþingis fékk afhent ný húsakynni í Þórshamri við Templarasund 5 í Reykjavík í gær. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, afhjúpuðu skjöld við inngang hússins af því tilefni.

Tuttugu og fimm ár voru liðin í gær frá því að embættið var stofnað en Gaukur Jörundsson var kjörinn fyrsti umboðsmaður Alþingis í desember árið 1987. Síðan þá hafa alls 7.548 mál verið skráð hjá embættinu en það eru um 300 mál á ári að meðaltali. Hlutverk umboðsmannsins er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum.