Sjóvá Yfirvöld munu endurskoða löggjöf sína á sviði tryggingasamninga í þeim tilgangi að auðvelda viðskiptavinum að skipta um tryggingafélag.
Sjóvá Yfirvöld munu endurskoða löggjöf sína á sviði tryggingasamninga í þeim tilgangi að auðvelda viðskiptavinum að skipta um tryggingafélag. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur samþykkt þá ríkisaðstoð sem Sjóvá fékk í kjölfar bankahrunsins 2008. Í tilkynningu frá ESA segist Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinnar, fagna samþykkt endurfjármögnunarinnar.

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur samþykkt þá ríkisaðstoð sem Sjóvá fékk í kjölfar bankahrunsins 2008. Í tilkynningu frá ESA segist Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinnar, fagna samþykkt endurfjármögnunarinnar. „Skuldbindingar sem félagið hefur undirgengist gagnvart ESA lágmarka neikvæð áhrif ríkisaðstoðar án þess að ógna endurreisn félagsins.“ Þá telur hún einnig af hinu góða að stjórnvöld hafi nú skuldbundið sig til að endurskoða tryggingalöggjöf til að opna á aukna samkeppni og betri þjónustu við viðskiptavini.

Eftir að hafa lent í erfiðleikum í bankahruninu ákvað íslenska ríkið að taka þátt í endurskipulagningu Sjóvár með því að eignast stærstan hluta hlutafjár í félaginu, þrátt fyrir að vera ekki kröfuhafi þess.

Árið 2010 hóf ESA formlega rannsókn á aðkomu íslenska ríkisins að björguninni. Stjórnvöld kynnti stofnuninni endurreisnaráætlun fyrir hönd Sjóvár og á grundvelli hennar m.a. hefur ESA tekið formlega ákvörðun um að björgun félagsins hafi verið samrýmanleg EES-samningnum. kij@mbl.is