Þorri Hringsson
Þorri Hringsson
Þorri Hringsson sýnir verk sín í Bergi menningarhúsi á Dalvík. Samtals eru 17 verk á sýningunni, 11 olíumyndir og sex vaxlitamyndir, sem Þorri hefur unnið að síðasta árið.

Þorri Hringsson sýnir verk sín í Bergi menningarhúsi á Dalvík. Samtals eru 17 verk á sýningunni, 11 olíumyndir og sex vaxlitamyndir, sem Þorri hefur unnið að síðasta árið.

„Myndirnar eru landslagsmyndir og spilar umhverfið í Aðaldal þar stórt hlutverk. Vatn er ríkjandi þáttur í verkunum og nær Þorri á tæran og hófstilltan hátt að sýna margbreytileika þess. Lygnan straum við árbakkann, þokuslæðing, lítinn hólma, botngróður. Verkin sýna á draumkenndan hátt blæbrigði litanna og ná þannig að skapa hreyfingu í stilltu vatni. Þannig eru verkin einföld við fyrstu sýn en afhjúpa margbreytileika sinn við nánari kynni,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin stendur til 5. ágúst.