Borað Tugir manna vinna við jarðgangagerðina, sem fer vel af stað.
Borað Tugir manna vinna við jarðgangagerðina, sem fer vel af stað. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmdir við gerð Vaðlaheiðarganga sem hófust í byrjun mánaðarins eru komnar á gott skrið. Starfsmenn verktakafyrirtækisins Ósafls höfðu í gær borað sig alls 130 metra inn í fjallið, en framgangurinn er um 10 metrar á sólarhring.

Framkvæmdir við gerð Vaðlaheiðarganga sem hófust í byrjun mánaðarins eru komnar á gott skrið. Starfsmenn verktakafyrirtækisins Ósafls höfðu í gær borað sig alls 130 metra inn í fjallið, en framgangurinn er um 10 metrar á sólarhring. „Við erum að ná taktinum og verkið er komið vel af stað,“ segir Jón Leví Hilmarsson, sem er verkefnisstjóri á framkvæmdastað. sbs@mbl.is 14