— AFP
Starfsfólk St Mary's sjúkrahússins í Lundúnum og aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar fögnuðu ákaft þegar Vilhjálmur Bretaprins og Katrín Middleton fóru heim með litla erfðaprinsinn í gær.
Starfsfólk St Mary's sjúkrahússins í Lundúnum og aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar fögnuðu ákaft þegar Vilhjálmur Bretaprins og Katrín Middleton fóru heim með litla erfðaprinsinn í gær. Foreldrarnir nýbökuðu virtust afslappaðir og gáfu sig á tal við fjölmiðlamenn og sagði Vilhjálmur m.a. að sonurinn hefði greinilega kröftug lungu og væri bara nokkuð þungur. „Þetta er afar sérstakur tími. Ég held að allir foreldrar viti hvernig þessi tilfinning er,“ sagði hertogaynjan en parið unga upplýsti jafnframt að Vilhjálmur hefði skipt um bleiu á syninum.