— Morgunblaðið/Eggert
Hljómsveitin GusGus mun koma fram á lokatónleikum skemmtistaðarins Faktorý sem haldnir verða sunnudagskvöldið 11. ágúst.
Hljómsveitin GusGus mun koma fram á lokatónleikum skemmtistaðarins Faktorý sem haldnir verða sunnudagskvöldið 11. ágúst. Að þeim loknum verður starfsemi Faktorý lögð niður því til stendur að reisa hótel á þeim stað sem skemmtistaðurinn stendur, á Smiðjustíg 6. Í tilkynningu vegna tónleikanna segir að frá upphafi hafi Faktorý átt sér heitan draum um stefnumót við stórhljómsveitina GusGus og að nú rætist sá draumur. „Gestir ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því hljómsveitin ætlar að spila gamla slagara í bland við nýtt óútgefið efni af væntanlegri plötu sveitarinnar. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hefur verið jafn góð ástæða til að fara út á sunnudegi, stíga tregablendinn tilfinningadans og hringja sig inn veikan á mánudegi,“ segir í tilkynningu. Það verður líf og fjör þessa helgi á Fakt-orý því Retro Stefson heldur tónleika á föstudegi, 9. ágúst og FM Belfast á laugardegi. Verslunarmannahelgin verður einnig lífleg því þá fer tónlistarhátíðin Innipúkinn fram á Faktorý en henn lýkur með tónleikum breska plötusnúðsins Bens Pearce og hljómsveitarinnar Sísý Ey.