Skelfingartónlist í sólarhringsbúðunum Stundum á ég erindi síðla kvölds eða að næturlagi í þessar búðir sem aldrei er lokað. Tvennt er það sem bregst þá ekki. Í fyrsta lagi er hvergi sjáanlegur fullorðinn yfirmaður.

Skelfingartónlist í sólarhringsbúðunum

Stundum á ég erindi síðla kvölds eða að næturlagi í þessar búðir sem aldrei er lokað. Tvennt er það sem bregst þá ekki. Í fyrsta lagi er hvergi sjáanlegur fullorðinn yfirmaður. Í öðru lagi er reynt að koma heiðarlegum viðskiptavini sem fyrst út aftur, með því að spila yfir alla verslunina einhvern taktfastan óhugnað, textalausan, sem afgreiðslumaðurinn heldur örugglega að sé tónlist. Ég skora á verslunarstjóra, ef einhverjir eru, að gera sér ferð í búðir sínar á nóttunni, til dæmis með gerviskegg og hattlausir til að þekkjast ekki, og hlusta á hávaðann sem viðskiptavinum er boðið upp á hverja einustu nótt. Kannski er gert ráð fyrir að ekki rekist aðrir inn á nóttunni en þeir sem kunna að meta svona lagað, en það er alveg ástæðulaust að gefa sig fyrir þessu liði baráttulaust. Slökkvið á melódíulausa óskapnaðinum, skrúfið prjónana úr nefinu á afgreiðslumanninum og látið hann raka sig. Það er menningaratriði að reka sæmilega verslun.

Tónelskur viðskiptavinur.