Tvö lið sem reynst hafa íslensku knattspyrnuliðunum erfið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu árum féllu út úr keppninni í gærkvöldi.

Tvö lið sem reynst hafa íslensku knattspyrnuliðunum erfið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu árum féllu út úr keppninni í gærkvöldi. BATE Bareshov frá Hvíta-Rússlandi var slegið út af Shakter Karagandy frá Kasakstan 2:0 samtals en BATE vann bæði Val og FH fyrir nokkrum árum. HJK Helsinki sem tók KR í bakaríið í fyrra tapaði samtals 2:1 fyrir liði Kalju frá Eistlandi. Sænska liðið Elfsborg komst áfram sem og norska liðið Molde. Færeyska liðið Streymur tapaði hins vegar fyrir Dinamo Tblisi 9:2 samtals.