Kvartett Kvika syngur í hádeginu.
Kvartett Kvika syngur í hádeginu.
Föstudaginn 26. júlí mun kvartettinn Kvika flytja sumarprógramm með þjóðlegum blæ en tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Háteigskirkju.
Föstudaginn 26. júlí mun kvartettinn Kvika flytja sumarprógramm með þjóðlegum blæ en tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Háteigskirkju. Stór hópur tónlistarmanna hefur komið fram á undanförnum vikum en listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Lilja Eggertsdóttir. Meðlimir kvartettsins Kviku eru Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Pétur Húni Björnsson og Jón Svavar Jósefsson, en þau hafa öll talsverða reynslu af tónlist og söng. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og munu taka um hálfa klukkustund.