E nn vekur hún athygli hin gildishlaðna og hlutdræga framganga fréttastofu „RÚV“, sem hefur sérstaka skyldu til óhlutdrægni, enda réttlætir sú skylda milljarða nauðungargreiðslur almennings til stofnunarinnar.

E nn vekur hún athygli hin gildishlaðna og hlutdræga framganga fréttastofu „RÚV“, sem hefur sérstaka skyldu til óhlutdrægni, enda réttlætir sú skylda milljarða nauðungargreiðslur almennings til stofnunarinnar. Andríki skrifar á mánudag:

Ríkissjónvarpið tók upp á því í kvöld að gera mikla frétt upp úr nokkurra vikna gamalli skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð.

Hvers vegna ætli það hafi nú verið?

Ætli það geti nokkuð verið vegna þess að í Morgunblaðinu í morgun birtist grein eftir Sigurð Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðanda?

Bætist hann þar með í stóran hóp manna sem hefur gert efnislegar athugasemdir við ýmsar fullyrðingar nefndarmanna, oft fullyrðingar sem fjölmiðlamenn höfðu hent á lofti án nokkurrar sjálfstæðrar athugunar.

Ætli það geti nokkuð verið að fréttastofu Ríkisútvarpsins hafi fundist áríðandi að reyna að auka trúverðugleika skýrslunnar að nýju, með því að vitna í hana eins og fróðleiksnámu?

Af einhverjum ástæðum höfðu fréttamenn Ríkisútvarpsins minni áhuga á því sem fyrrverandi ríkisendurskoðandi hafði að segja.

Þessir óháðu og öfgalausu menn sem Efstaleitið er svo fullt af.“

Ekki að undra þótt spurt sé.