Afar harður árekstur varð á Egilsstaðanesi rétt fyrir klukkan 13 í gær þegar tveir bílar rákust saman. Klippa þurfti ökumann annarrar bifreiðarinnar úr flakinu og var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Afar harður árekstur varð á Egilsstaðanesi rétt fyrir klukkan 13 í gær þegar tveir bílar rákust saman. Klippa þurfti ökumann annarrar bifreiðarinnar úr flakinu og var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum þykir líklegt að hann hafi lærbrotnað en frekari upplýsingar um líðan mannsins lágu ekki fyrir í gærkvöldi.

Þrír voru í hinum bílnum og sluppu þeir með minniháttar áverka. Einn kvartaði undan eymslum í hálsi og var hann skoðaður af lækni á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Bílarnir voru báðir gjörónýtir eftir áreksturinn.