Jökulsá á Fjöllum Mikið rennsli.
Jökulsá á Fjöllum Mikið rennsli. — Morgunblaðið/RAX
Mikið vatn er í ám á Norðurlandi og Austurlandi. Óvenjulega mikið rennsli er í Skjálfandafljóti og í Vestari- og Austari-Jökulsá.

Mikið vatn er í ám á Norðurlandi og Austurlandi. Óvenjulega mikið rennsli er í Skjálfandafljóti og í Vestari- og Austari-Jökulsá. Kristjana Eyþórsdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að ástæðan sé mikil snjóalög á Norðurlandi eftir veturinn og mikil hlýindi síðustu daga.

Samkvæmt mælum Veðurstofunnar er óvenjulega mikið rennsli í Vestari- og Austari-Jökulsá, Svartá, Laxá við Helluvað, Skjálfandafljóti og Geithellnaá á Austurlandi. Mikið rennsli er líka í Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Vatn flæddi yfir veginn í Herðubreiðarlindir. Einnig kom skarð í veginn sem liggur inn að Snæfelli síðdegis í fyrradag.