— Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Elizabeth sem lá við höfn í Reykjavík á mánudag, eyddu gærdeginum á Ísafirði. Ferðalangarnir, um tvö þúsund talsins, settu svip sinn á bæjarlífið og nóg var að gera á veitinga- og kaffihúsum bæjarins.

Farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Elizabeth sem lá við höfn í Reykjavík á mánudag, eyddu gærdeginum á Ísafirði. Ferðalangarnir, um tvö þúsund talsins, settu svip sinn á bæjarlífið og nóg var að gera á veitinga- og kaffihúsum bæjarins. Ekki spillti frábært veður fyrir og gátu farþegar skoðað sig um í bænum léttklæddir.

Að sögn Heimis G. Hanssonar, forstöðumanns upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Vestfjörðum, er misjafnt hvort farþegar skemmtiferðaskipa fari í skipulagðar ferðir eða skoði sig um á eigin vegum. „Það eru skipulagðar ferðir til sölu um borð, bæði bátsferðir út í Vigur og á Hesteyri. Einnig er boðið upp á rútuferðir um svæðið. Svo eru aðrir sem vilja skoða bæinn og einnig er stutt í fallega náttúru sem margir vilja skoða,“ segir Heimir. Farþegar Queen Elizabeth verða á Akureyri í dag en skemmtiferðaskipið lagði af stað áleiðis norður í gærkvöldi.