Vinnumarkaður Haldi umsvif í þjóðarbúskapnum áfram að aukast má gera ráð fyrir að atvinnuleysið haldi áfram að minnka, segir í Markaðspunktum.
Vinnumarkaður Haldi umsvif í þjóðarbúskapnum áfram að aukast má gera ráð fyrir að atvinnuleysið haldi áfram að minnka, segir í Markaðspunktum. — Morgunblaðið/ÞÖK
Seinustu ár hefur vinnumarkaðurinn verið að rétta úr kútnum og hefur dregið úr skráðu atvinnuleysi frá því að það náði hámarki árið 2010. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Seinustu ár hefur vinnumarkaðurinn verið að rétta úr kútnum og hefur dregið úr skráðu atvinnuleysi frá því að það náði hámarki árið 2010. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. Greiningin bendir hins vegar á að atvinnuleysi mælist hærra en fyrir þremur árum, langtímaatvinnulausum hafi fjölgað, starfandi einstaklingum fækkað og meðalatvinnutími styst.

Fjallað er um skilvirkni á vinnumarkaði, þ.e. samband atvinnuleysis og fjölda lausra starfa. Fyrir hrun var sambandið með hefðbundnum hætti en í kjölfar hrunsins hélst fjöldi lausra starfa stöðugur en atvinnuleysi jókst. Það þýddi að skilvirkni vinnumarkaðarins varð minni. Frá árinu 2010 eru þó merki um að skilvirknin hafi farið vaxandi og eru litlar líkur á öðru en að atvinnuleysi haldi áfram að minnka. kij@mbl.is