Vampírubani Buffy Summers er hörð í horn að taka.
Vampírubani Buffy Summers er hörð í horn að taka.
Á sumrum sem þessum þar sem lítið er um sólarljós og hlýju getur oft verið notalegt að eyða góðum stundum fyrir framan sjónvarpsskjá heimilisins, helst með betri helmingnum, vopnaður bæði poppskál og kókflösku.

Á sumrum sem þessum þar sem lítið er um sólarljós og hlýju getur oft verið notalegt að eyða góðum stundum fyrir framan sjónvarpsskjá heimilisins, helst með betri helmingnum, vopnaður bæði poppskál og kókflösku. Eini gallinn við þetta er sá að á sumrin eru almennt flestir betri sjónvarpsþættir farnir í sumarfrí enda horfir fólk eðli málsins samkvæmt meira á sjónvarp á veturna en á sumrin.

Svona leiðindasumur eru því fullkomið tækifæri til að rifja upp gamlar æskuminningar með hjálp DVD-diska eða Netflix. Þættir Joss Whedons um vampírubanann Buffy (e. Buffy the Vampire Slayer) eru líkast til eitthvað sem stór hluti fólks á þrítugsaldri kannast við úr æsku sinni. Þættirnir, sem eru afbragðsvel skrifaðir og skipaðir úrvalsliði leikara, segja frá ævintýrum menntaskólastúlkunnar Buffy Summers sem sinnir því hlutverki að vernda heiminn fyrir vampírum, djöflum, nornum, varúlfum og allskonar yfirnáttúrulegum verum og vættum.

Þess utan kljáist hún við sömu vandamál og flestir menntskælingar; að eignast nýja vini, vinsældir og klíkuskap innan skólans sem og flókin og í senn vandræðaleg ástarmál.

Skúli Hansen