Hönnun Sigríður Rún Kristinsdóttir.
Hönnun Sigríður Rún Kristinsdóttir.
Líffærafræði leturs , sýning á verkum grafíska hönnuðarins Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur, stendur nú yfir í Spark Design Space að Klapparstíg 33 en Sigríður hlaut fyrir skömmu virt nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe fyrir bók sína sem ber...
Líffærafræði leturs , sýning á verkum grafíska hönnuðarins Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur, stendur nú yfir í Spark Design Space að Klapparstíg 33 en Sigríður hlaut fyrir skömmu virt nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe fyrir bók sína sem ber sama nafn og sýningin. Á sýningunni er 41 veggspjald sem sýnir jafnmarga stafi. Líffærafræði leturs var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2012 en í því tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gæddi þá lífi með ímyndunaraflinu, gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu líkt og um lífverur væri að ræða, eins og segir í frétt á vef Hönnunarmiðstöðvar um sýninguna. Fyrir sýninguna hafi hún útfært beinabyggingu fyrir alla stafi íslenska stafrófsins og byggt þá útfærslu á rannsóknum á beinabyggingu dýra og manna. Hún notist einkum við fuglabein, forneðlubein og bein fornra fugla en handskriftina hafi hún unnið upp úr einu elsta varðveitta handriti Íslendinga, Egils sögu Skallagrímssonar.

Sýningunni lýkur 30. september.