Leit Íraskur lögreglumaður rannsakar bíl við eina af þeim eftirlitsstöðvum í Bagdad sem hafa verið settar upp eftir flóttann úr fangelsinu á sunnudag.
Leit Íraskur lögreglumaður rannsakar bíl við eina af þeim eftirlitsstöðvum í Bagdad sem hafa verið settar upp eftir flóttann úr fangelsinu á sunnudag. — AFP
Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á árásum á fangelsi í Írak á sunnudag en í þeim voru hundruð fanga frelsuð, þar á meðal leiðtogar samtakanna. Yfir fjörutíu manns féllu í árásunum.

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á árásum á fangelsi í Írak á sunnudag en í þeim voru hundruð fanga frelsuð, þar á meðal leiðtogar samtakanna. Yfir fjörutíu manns féllu í árásunum.

Árásinar voru gerðar í Abu Ghraib-fangelsinu vestur af Bagdad og Taji, norður af höfuðborginni. Í yfirlýsingu frá al-Qaeda sagði að árásirnar hefðu verið skipulagðar í marga mánuði og væru síðasti liðurinn í herferð til að frelsa fanga.

Íraskar öryggissveitir gera nú dauðaleit að föngunum sem sluppu úr fangelsunum.

„Það eru dökkir dagar í uppsiglingu í Írak. Sumir af þeim sem sluppu eru háttsettir leiðtogar al-Qaeda og árásirnar voru framdar fyrir þá. Þeir sem sluppu munu fremja hefndarverk, meirihluti þeirra gæti verið sjálfsmorðsárásir,“ hefur AFP-fréttastofan eftir háttsettum öryggissveitarmanni í landinu. kjartan@mbl.is