Eitt stærsta og dýrasta verslunarplássið í miðborginni, Bankastræti 7 , hefur verið sett á sölu.

Eitt stærsta og dýrasta verslunarplássið í miðborginni, Bankastræti 7 , hefur verið sett á sölu. Um er að ræða jarðhæð og kjallara sem í rúmlega áratug hýsti verslun Sævars Karls en þar má nú finna verslun útivistarmerkisins Cintamani, segir í tilkynningu.

Það er fyrirtækjaráðgjöf Arev NI slhf. sem sér um sölu eignarinnar fyrir hönd Vigfúsar Guðbrandssonar & Co ehf. en Arev er eigandi alls hlutafjár félagsins. Félagið hefur gert leigusamning við Cintamani ehf. um leigu á húsnæðinu út janúarmánuð 2021 .

Bankastræti 7 var byggt árið 1930 en þar var Samvinnubankinn lengi til húsa.