Allur Dennis Farina lék m.a. í Saving Private Ryan og Get Shorty.
Allur Dennis Farina lék m.a. í Saving Private Ryan og Get Shorty.
Leikarinn Dennis Farina, sem er frægastur fyrir leik sinn í þáttunum Law & Order, lést á mánudaginn, 69 ára að aldri.

Leikarinn Dennis Farina, sem er frægastur fyrir leik sinn í þáttunum Law & Order, lést á mánudaginn, 69 ára að aldri.

Áður en Farina varð þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum þjónaði hann í bandaríska hernum í þrjú ár og starfaði sem lögreglumaður í Chicago í 18 ár, frá 1967 til 1985.

Hann byrjaði feril sinn í kvikmynda- og skemmtanaiðnaðnum sem lögregluráðgjafi leikstjórans Michaels Mann en það varð til þess að Mann fékk Farina til að leika lítið hlutverk í kvikmyndinni Thief.

Þá lék hann glæpaforingjann Albert Lombard í sjónvarpsþáttunum Miami Vice en þeim leikstýrði Michael Mann einnig.

Árið 2004 hóf hann að leika í þáttunum Law & Order þar sem hann lék rannsóknarlögreglumanninn Joe Fontana allt til ársins 2008.

Undanfarið ár lék hann í þáttaröðinni Luck á CBO auk þess sem hann lék lítið hlutverk í þáttunum vinsælu, New Girl.

Dennis Farina lék í og kom að nokkrum þekktum kvikmyndum á borð við Saving Private Ryan ásamt stórleikurum á borð við Tom Hanks og Matt Damon, Get Shorty með John Travolta, Gene Hackman og Danny DeVito og einnig kom hann að kvikmyndinni Snatch með Brad Pitt.