Mót Íþróttaaðstaðan er góð á Höfn þar sem unglingalandsmótið fer fram.
Mót Íþróttaaðstaðan er góð á Höfn þar sem unglingalandsmótið fer fram.
Nú fer að líða að Unglingalandsmóti UMFÍ, en það verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Um er að ræða sextánda Unglingalandsmótið og verður þetta í annað sinn sem það er haldið á Höfn en það gerðist síðast árið 2007.
Nú fer að líða að Unglingalandsmóti UMFÍ, en það verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Um er að ræða sextánda Unglingalandsmótið og verður þetta í annað sinn sem það er haldið á Höfn en það gerðist síðast árið 2007. Mótið hefst föstudaginn 2. ágúst og því lýkur sunnudaginn 4. ágúst en meðal keppnisgreina verða golf, körfubolti og frjálsíþróttir. Þrátt fyrir að mótið snúist að mestu um íþróttakeppnina, þá verður boðið upp á allskonar skemmtilegar uppákomur fyrir alla aldurshópa. Þar má nefna stuðboltann Pál Óskar sem mun spila fyrir gesti mótsins á föstudeginum. Á staðnum er góð íþróttaaðstaða auk þess sem tjaldstæði svæðisins verður vel útbúið. Nánar má kynna sér mótið á vefsíðunni umfi.is en þar má auk þess finna fjölbreyttan fróðleik og myndefni.