Hiti Það var svo sannarlega ísveður í Húsafelli í gær. Myndin er úr safni.
Hiti Það var svo sannarlega ísveður í Húsafelli í gær. Myndin er úr safni. — Morgunblaðið/Eggert
„Hér hefur verið Spánarstemning í dag, mikill hiti og mikið af fólki,“ sagði Sigríður Smáradóttir, eigandi þjónustumiðstöðvarinnar í Húsafelli, í samtali við mbl.is í gærkvöldi, en þar fór hitinn yfir 24 stig í gær.

„Hér hefur verið Spánarstemning í dag, mikill hiti og mikið af fólki,“ sagði Sigríður Smáradóttir, eigandi þjónustumiðstöðvarinnar í Húsafelli, í samtali við mbl.is í gærkvöldi, en þar fór hitinn yfir 24 stig í gær. Afar fjölmennt var á tjaldstæðinu og tæmdust ísvélar á staðnum.

Á svæðinu dvelur fólk í um tvö hundruð sumarhúsum, og í tjöldum og fellihýsum á tjaldstæðinu, og þar að auki eiga margir ferðamenn viðkomu á dögum eins og í gær.

Sigríður taldi að alls hefðu um 800 manns dvalið á tjaldstæðinu í gær og í heildina hefðu um 2.000 manns komið við í sumarblíðunni. Ísinn kláraðist klukkan hálf sjö um kvöldið en Sigríður sagðist eiga von á nýjum birgðum í dag.

larahalla@mbl.is