Listasmiðjur Námskeiðin sem haldin voru í júnímánuði voru fljót að fyllast.
Listasmiðjur Námskeiðin sem haldin voru í júnímánuði voru fljót að fyllast.
Í júní voru haldnar listasmiðjur fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára í Hafnarborg í Hafnarfirði og fylltust þær fljótt. Því hefur verið ákveðið að bjóða aftur upp á listasmiðjurnar núna í ágúst.
Í júní voru haldnar listasmiðjur fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára í Hafnarborg í Hafnarfirði og fylltust þær fljótt. Því hefur verið ákveðið að bjóða aftur upp á listasmiðjurnar núna í ágúst. Um er að ræða skemmtileg og uppbyggjandi námskeið þar sem unnið verður að skapandi verkefnum og verður meðal annars komið inn á að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu. Farið verður í vettvangsferðir þar sem helstu undirstöður í myndlist eru kynntar þátttakendum. Umsjón með listasmiðjunum hefur myndlistarmaðurinn Þórdís Jóhannesdóttir. Hægt er að kynna sér námskeiðin nánar á heimasíðunni hafnarborg.is.