Góðakstur Ökutækni barnanna á torginu var óaðfinnanleg.
Góðakstur Ökutækni barnanna á torginu var óaðfinnanleg.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Álfheimatorg, þ.e.
Álfheimatorg, þ.e. torgið á horni Álfheima og Langholtsvegar í Reykjavík, var opnað í gær eftir breytingar sem eru liður í verkefninu Torg í biðstöðu, en fyrir því standa Rúna Thors vöruhönnuður, Hildur Steinþórsdóttir arkitekt og myndlistarmennirnir Bjarki Bragason og Hildigunnur Birgisdóttir. Verkefnið er svar við niðurstöðum íbúakosningar í hverfinu, 104, sem kallaði eftir sk. mannlífstorgi á svæðinu. Boðið var upp á veitingar og ungmenni úr hverfinu þeyttu skífum.