Gerardo Martino
Gerardo Martino
Andrés Iniesta segir að Barcelona hafi tekið rétta ákvörðun með því að ráða Argentínumanninn Gerardo Martino sem arftaka Tito Vilanova í stöðu knattspyrnustjóra félagsins. Börsungar tilkynntu í gær að samið hefði verið við Martino til tveggja ára.

Andrés Iniesta segir að Barcelona hafi tekið rétta ákvörðun með því að ráða Argentínumanninn Gerardo Martino sem arftaka Tito Vilanova í stöðu knattspyrnustjóra félagsins.

Börsungar tilkynntu í gær að samið hefði verið við Martino til tveggja ára. Þessi 50 ára gamli knattspyrnustjóri stýrði síðast liði Newell's Old Boys í Argentínu, og gerði liðið að meistara á seinni helmingi síðustu leiktíðar, og var þar áður þjálfari paragvæska landsliðsins sem komst í 8-liða úrslit á síðasta HM.

„Félagið gerir alltaf það sem hentar Barca best. Ég held að hann muni falla vel inn í okkar skipulag,“ sagði Iniesta við Marca og bætti við:

„Fyrst að félagið hefur ákveðið að ráða hann þá er hann tilvalinn í starf knattspyrnustjóra hjá okkur,“ sagði Iniesta sem er lykilmaður í liði Barcelona. sport@mbl.is