Félag Hjólreiðafélagið Hjólamenn stendur meðal annars fyrir æfingum.
Félag Hjólreiðafélagið Hjólamenn stendur meðal annars fyrir æfingum. — Morgunblaðið/Eggert
Hjólreiðamenningin hér á landi fer ört vaxandi og ýmsir hópar að spretta upp hér og þar. Hjólreiðafélagið Hjólamenn er einn þeirra en það er opinn félagsskapur þeirra sem hafa áhuga á hjólreiðum og tengdu efni.

Hjólreiðamenningin hér á landi fer ört vaxandi og ýmsir hópar að spretta upp hér og þar. Hjólreiðafélagið Hjólamenn er einn þeirra en það er opinn félagsskapur þeirra sem hafa áhuga á hjólreiðum og tengdu efni. Félagið er starfrækt undir UMSK og hefur aðsetur sitt í Kópavogi. Félagið er til að mynda með reglulegar æfingar, heldur keppnir og stendur fyrir öðrum viðburðum sem standa hjólreiðum nærri.

Félagið heldur úti heimasíðunni hjolamenn.is en þar má finna upplýsingar um alla helstu hjólaviðburði og úrslit þeirra, ljósmyndir, fréttir og tengla, auk þess sem þar má finna ýmsan hjólavarning til sölu. Félagið heldur einnig út fésbókarsíðu en hátt í þrjú hundruð manns eru hluti af henni.