Borgaryfirvöld keppast við að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og vilja á næstunni samþykkja skipulag sem gerir ráð fyrir að hann fari smám saman á brott næsta áratuginn. Þó er augljóst að flugvelli flytja menn ekki í bútum.

Borgaryfirvöld keppast við að hrekja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og vilja á næstunni samþykkja skipulag sem gerir ráð fyrir að hann fari smám saman á brott næsta áratuginn.

Þó er augljóst að flugvelli flytja menn ekki í bútum.

Jafnaugljóst er að Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu.

Um þetta snýst félag sem stofnað var nýlega og vefsíða sem það hefur sett upp, www.lending.is.

Þar eru nefnd ýmis rök fyrir mikilvægi Reykjavíkurflugvallar, svo sem þessi:

Um 6-700 sjúkraflug koma árlega til Reykjavíkur með sjúklinga. Margir fara beint inn á skurðarborðið og eiga fluginu lífið að launa.“

Vegna breytilegra vinda og landslags er flugvöllur í Vatnsmýri raunhæfasti og öruggasti kosturinn í flugvallarmálum höfuðborgarinnar. Um það eru allir sérfræðingar sammála.“

Vatnsmýrin er mikilvægt atvinnusvæði á annað þúsund einstaklinga sem byggt hafa upp myndarlegan flugiðnað á Íslandi.“

Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að undirskriftalistinn skuli hafa tekið flugið strax fyrsta sólarhringinn.