Leikstjóri Valdís Óskarsdóttir.
Leikstjóri Valdís Óskarsdóttir.
Það var ágætt hjá RÚV þegar þeir byrjuðu að kaupa íslenskar bíómyndir aftur og setja af stað íslensk bíósumur á sunnudagskvöldum. Síðastliðið sunnudagskvöld sýndu þeir myndina Sveitabrúðkaup sem er leikstýrt af Valdísi Óskarsdóttur.

Það var ágætt hjá RÚV þegar þeir byrjuðu að kaupa íslenskar bíómyndir aftur og setja af stað íslensk bíósumur á sunnudagskvöldum. Síðastliðið sunnudagskvöld sýndu þeir myndina Sveitabrúðkaup sem er leikstýrt af Valdísi Óskarsdóttur. Hún er mikill listamaður þótt hún sé þekktari af snilld sinni í klippingu en leikstjórninni. Ég man að ég nennti varla á þessa mynd því það var svo illa talað um hana á sínum tíma en svo þegar ég loksins sá hana þá fannst mér hún skemmtileg. Vissulega ódýr og öðruvísi en aðrar íslenskar bíómyndir, kannski svolítið langdregin, en bara skemmtilegt karakterbíó. Stanslausir litlir konfliktar og drama í rútu og svo í sveitinni.

Það er frábært að RÚV hafi byrjað aftur að kaupa íslenskar bíómyndir. Mín vegna mættu þeir líka hafa sérstakan kvóta á brúðkaupsmyndir. Að lágmark af öllum bíómyndum sem þeir kaupi inn séu brúðkaupsmyndir. Það þarf ekki annað en að stilla upp einu litlu pari við altarið, tveir pabbar til sitthvorrar hliðar sem helst þurfa að vera með andstæðar meiningar í pólitík, tvær mömmur á bekkjunum með einhverja netta fyrirlitningu á hvor annarri og svo eru allir svo stressaðir að það verður brjálað drama úr öllu eða brjálað fjör. Þá er gaman.

Börkur Gunnarsson