Pistorius í réttarsalnum í gær.
Pistorius í réttarsalnum í gær. — AFP
Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius mun svara til saka fyrir morðið á kærustu sinni, Reevu Steenkamp, í mars á næsta ári. Pistorius kom fyrir dómara í gær sem staðfesti ákæru vegna morðs af yfirlögðu ráði á Steenkamp.

Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius mun svara til saka fyrir morðið á kærustu sinni, Reevu Steenkamp, í mars á næsta ári. Pistorius kom fyrir dómara í gær sem staðfesti ákæru vegna morðs af yfirlögðu ráði á Steenkamp. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm verði hann fundinn sekur um morð.

Pistorius skaut Steenkamp í höfuðið, olnbogann og mjöðmina á heimili hans aðfaranótt 14. febrúar. Hlauparinn hefur viðurkennt að hafa banað kærustu sinni en hann heldur því fram að hann hafi talið að um innbrotsþjóf væri að ræða.