Tindar Sóknarpresturinn á Grenjaðarstað, Þorgrímur Daníelsson, ásamt göngufélaga sínum, Línu Jónsdóttur, á tindi Jörundar í gær.
Tindar Sóknarpresturinn á Grenjaðarstað, Þorgrímur Daníelsson, ásamt göngufélaga sínum, Línu Jónsdóttur, á tindi Jörundar í gær. — Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Séra Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað gekk í gær á fjallið Jörund en það er 811 metra hátt og áberandi í landslaginu þegar ekið er austur um fjöll frá Mývatni.

Séra Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað gekk í gær á fjallið Jörund en það er 811 metra hátt og áberandi í landslaginu þegar ekið er austur um fjöll frá Mývatni. Tindur Jörundar er tuttugasti og fjórði fjallstindurinn sem Þorgrímur klífur í ágúst en hann hefur einsett sér að klífa alls þrjátíu tinda áður en mánuðurinn er liðinn, til að vekja athygli á Landspítalasöfnun þjóðkirkjunnar.

Söfnunarféð á að nota til kaupa á svonefndum línuhraðli, sem notaður yrði við krabbameinslækningar á Landspítalanum, en þau tæki sem nú eru í notkun eru komin til ára sinna.

Þorgrímur segir verkið hafa gengið vel en hann setur stefnuna nú á Austfirði. Hann hyggst hins vegar klífa síðasta tindinn á Vestfjörðum 31. ágúst. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0301-26-050082 og kennitalan 460169-6909.