Innanríkisráðuneytið skoðar nú nýjar leiðir í meðferð á hælisumsóknum að norskri fyrirmynd. Þar á meðal eru hugmyndir að lista yfir örugg lönd og um óháða áfrýjunarnefnd sem taki á umsóknum sem Útlendingastofnun hafnar.

Innanríkisráðuneytið skoðar nú nýjar leiðir í meðferð á hælisumsóknum að norskri fyrirmynd. Þar á meðal eru hugmyndir að lista yfir örugg lönd og um óháða áfrýjunarnefnd sem taki á umsóknum sem Útlendingastofnun hafnar.

„Þetta hefði að mínu mati áhrif til góðs hér. Mestu skiptir að sinna þessum verkefnum vel, hraða málsmeðferð og draga úr kostnaði. Til þess þarf ákveðnar breytingar á fyrirkomulaginu hér á landi,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.

Hún segir að löggjöf í Noregi sé eins og hér og þar hafi ekki þurft lagabreytingu til að hraða málsmeðferð heldur aðeins breytingu á afgreiðslumáta stofnana. 4