Kirkjulistahátíð Organistinn James McVinnie spilar í Hallgrímskirkju í kvöld en hann mun spila verk eftir Nico Muhly, Bach og fleiri.
Kirkjulistahátíð Organistinn James McVinnie spilar í Hallgrímskirkju í kvöld en hann mun spila verk eftir Nico Muhly, Bach og fleiri.
Breski organistinn James McVinnie flytur 7 antiphones eftir Nico Muhly ásamt verkum eftir Bach o.fl. á tónleikum annað kvöld í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru liður í Kirkjulistahátíð en hún hófst 16. ágúst og stendur til 25. ágúst eða fram á...

Breski organistinn James McVinnie flytur 7 antiphones eftir Nico Muhly ásamt verkum eftir Bach o.fl. á tónleikum annað kvöld í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru liður í Kirkjulistahátíð en hún hófst 16. ágúst og stendur til 25. ágúst eða fram á sunnudag.

James var í nokkur ár aðstoðarorganisti við Westminster Abbey, þar sem hann lék við helgiathafnir og gegndi stöðu kórstjóra. Hann lék meðal annars við fjölmargar opinberar athafnir, sem oft á tíðum voru sendar út í beinni útsendingu, m.a. í hinu konunglega brúðkaupi.

Á efnisskrá eru m.a. Allein Gott in der Höh sei Ehr BWV 663 – J.S. Bach, O Radix Jesse – Nico Muhly, Reverend Mustard his installation prelude – Nico Muhly, O Clavis David – Nico Muhly og Toccata – Patrick Gowers.

James hefur komið víða við sem organisti, hljómborðsleikari, í ýmsum kammerhópum og sem kennari. Hann hefur komið fram á tónleikum vítt og breitt um Evrópu, Bandaríkin, Asíu og Ástralíu. Hann hefur oft stýrt Clare College-kórnum og ferðaðist meðal annars í sex vikur með kórnum um Evrópu ásamt Barokksveitinni í Freiburg og stjórnandanum René Jacobs.

Tónleikarnir hefjast klukkan níu í kvöld.