Frá afhendingu strætisvagnanna góðu á dögunum. Heiðar Sveinsson framkvæmdastjóri hjá BL til vinstri og og Reynir Jónssson forstjóri Strætó Allt eru á vegum fyrirtækisins, sem hann stýrir, gerðir út um 100 vagnar.
Frá afhendingu strætisvagnanna góðu á dögunum. Heiðar Sveinsson framkvæmdastjóri hjá BL til vinstri og og Reynir Jónssson forstjóri Strætó Allt eru á vegum fyrirtækisins, sem hann stýrir, gerðir út um 100 vagnar.
BL afhenti Strætó bs. á dögunum tólf nýja strætisvagna af gerðinni Iveco Bus Crossway LE.

BL afhenti Strætó bs. á dögunum tólf nýja strætisvagna af gerðinni Iveco Bus Crossway LE. Vagnarnir uppfylla allir nýjustu kröfur um mengunarvarnir samkvæmt Euro 5 staðlinum og sem og allar öryggis- og gæðakröfur sem gerðar eru til strætisvagna á Norðurlöndunum. Þá er í vögnunum búnaður sem auðveldar aðgengi fatlaðra.

„Þessi kaup eru liður í áætlunum um reglubundna endurnýjun á vagnakosti. Meðalaldur flotans er núna í kringum 10 ár á bíl en við vildum gjarnan hafa þá vagna sem eru í mestri daglegri notkun nær fimm árum yngri að jafnaði,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, og bætir við að frekari endurnýjun á bílum standi nú fyrir dyrum.

11 milljónir farþega

Á hverjum degi eru um 100 strætisvagnar í akstri á höfuðborgarsvæðinu og þar af eru 62 í eigu Strætó bs. Samtals aka vagnarnir um 9 milljón kílómetra á ári, en þeir eru á ferðinni í 19 tíma á hverjum sólarhring. Árið 2009 voru farþegar um átta milljónir en ætla má að í ár nái þeir 11 milljónum.

sbs@mbl.is