Eftirspurn Á opnunardegi verslunarinnar myndaðist mikil röð.
Eftirspurn Á opnunardegi verslunarinnar myndaðist mikil röð.
„Við fjölskyldan erum nýflutt aftur til Eyja og okkur fannst svo leiðinlegt að geta ekki boðið ferðamönnum upp á ferskan fisk þannig að við byrjuðum að hugsa þetta út frá því.

„Við fjölskyldan erum nýflutt aftur til Eyja og okkur fannst svo leiðinlegt að geta ekki boðið ferðamönnum upp á ferskan fisk þannig að við byrjuðum að hugsa þetta út frá því. Svo vatt það upp á sig þannig að það nú eru aðallega Vestmannaeyingar sem eru að versla við okkur,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sem rekur fiskbúðina VE 123 á Vigtartorgi við höfnina í Vestmannaeyjum.

Verslunin er aðeins rétt um fjórir fermetrar að stærð og er skærfjólublá að lit. „Afi minn var kallaður Malli á Júlíu og hann átti bát sem hét Júlía VE 123. Seinni bátur hans var svo í þessum lit þannig að það kom eiginlega ekkert annað til greina,“ segir Júlía. Hún segir það liðna tíð að Vestmannaeyingar fari á bryggjuna og sæki sér fisk í matinn og að Eyjamenn hafi tekið nýju fiskbúðinni vel. „Við erum með opið tvisvar í viku frá kl. 15-18 og það er gaman að sjá þegar fólk kemur einu sinni og kemur síðan aftur. Við höfum átt fastakúnna alveg frá fyrsta degi,“ en verslunin selur aðeins nýjan fisk svo að úrvalið er breytilegt dag frá degi. Hún segir gaman að kynna ungu kynslóðinni fiskinn enda þurfi ekki að verka fiskinn, hann sé tilbúinn beint á grillið. agf@mbl.is