Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir þeim ásetningi sjávarútvegsráðherra að við setningu nýrra aflahlutdeilda í úthafsrækju verði eldri aflahlutdeildir látnar ráða að 7/10 hlutum en veiðireynsla síðustu þriggja ára að 3/10 hlutum.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir þeim ásetningi sjávarútvegsráðherra að við setningu nýrra aflahlutdeilda í úthafsrækju verði eldri aflahlutdeildir látnar ráða að 7/10 hlutum en veiðireynsla síðustu þriggja ára að 3/10 hlutum. Ályktunin hefur verið send ráðherrum og þingmönnum Norðvesturkjördæmis.

Í ályktuninni segir ennfremur að „nær væri að hlutföllin væru þveröfug ef nauðsynlegt er talið að fella slíkan óskiljanlegan Salómonsdóm. Með þessari ákvörðun er fótunum kippt undan rækjuvinnslu í Ísafjarðarbæ, en hún hefur verið vaxtarbroddur undanfarin ár og ljós punktur í þeim efnahagsörðugleikum sem byggðir Ísafjarðarbæjar hafa glímt við um langa hríð. Að óbreyttu getur þetta leitt til þess að 100 manns, eða meira en 1% íbúa á Vestfjörðum muni missa vinnuna.“