Djasstónleikar Söngkonan María Magnúsdóttir syngur á djasstónleikum á Kex í kvöld ásamt góðum hópi djasstónlistarmanna sem spilar undir.
Djasstónleikar Söngkonan María Magnúsdóttir syngur á djasstónleikum á Kex í kvöld ásamt góðum hópi djasstónlistarmanna sem spilar undir.
Kvintett söngkonununnar Maríu Magnúsdóttur kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld en með henni leika þeir Ari Bragi Kárason á trompet, Kjartan Valdemarsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur.

Kvintett söngkonununnar Maríu Magnúsdóttur kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld en með henni leika þeir Ari Bragi Kárason á trompet, Kjartan Valdemarsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur.

Að sögn Maríu samanstendur efnisskráin af djassballöðum um ástir, ástarsorgir og nettklikkaðar konur ásamt nokkrum lögum eftir hana sjálfa sem falla undir ofangreint. María stundar nám í djasssöng og tónsmíðum við konunglega listaháskólann í Haag en útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH árið 2008. Þá gaf hún út fyrstu sólóplötu sína með eigin lagasmíðum, Not your housewife, árið 2009.

Tónleikarnir hefjast klukkan hálfníu í kvöld standa í rúma tvo tíma með hléi.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og því kjörið tækifæri fyrir djassunnendur.