[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvikmyndirnar We're The Millers og 2 Guns fóru beint á toppinn um helgina og ljóst að íslenskir kvikmyndahúsagestir ætluðu ekki að láta stórmynd Baltasar Kormáks, 2 Guns, framhjá sér fara.

Kvikmyndirnar We're The Millers og 2 Guns fóru beint á toppinn um helgina og ljóst að íslenskir kvikmyndahúsagestir ætluðu ekki að láta stórmynd Baltasar Kormáks, 2 Guns, framhjá sér fara. Þetta er önnur stóra Hollywood-mynd Baltasars sem stefnir óðum í hóp bestu leikstjóra vestanhafs ef marka má vinsældir mynda hans úti. Ekki skemmir fyrir að Denzel Washington og Mark Wahlberg ná mjög vel saman í myndinni, sem er bæði vel skrifuð og fyndin. 2 Guns minnir óneitanlega á margar af bestu hasargamanmyndum níunda og tíunda ártugar síðustu aldar en húmor og hasar eru í hárfínu jafnvægi í myndinni.

We're The Millers í leikstjórn Rawsons Marshalls Thurbers kemur inn í annað sætið eftir helgina en þar fara með aðahlutverk þau Jennifer Aniston, sem allir ættu að þekkja úr sjónvarpsþáttaröðinni Friends, og Jason Sudeikis úr Saturday Night Live og The Cleveland Show.

Efstu myndir listans hafa báðar fengið góða dóma gagnrýnenda og ljóst að kvikmyndahúsagestir hafa tekið myndunum vel.

Smurfs 2 og Monsters University falla báðar niður um sæti og verma þriðja og fjórða sæti listans að þessu sinni en um er að ræða framhaldsmyndir sem báðar hafa slegið í gegn hér heima og erlendis.

vilhjalmur@mbl.is