Róbert R. Spanó
Róbert R. Spanó — Morgunblaðið/Eggert
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Tuttugu mál frá Íslandi bíða nú úrlausnar Mannréttindadómstóls Evrópu, en alls eru það rúmlega 113.000 mál sem bíða úrlausnar af hálfu dómstólsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

aslaug@mbl.is

Tuttugu mál frá Íslandi bíða nú úrlausnar Mannréttindadómstóls Evrópu, en alls eru það rúmlega 113.000 mál sem bíða úrlausnar af hálfu dómstólsins.

„Óhóflegur fjöldi mála frá aðildarríkjunum bíður úrlausnar,“ segir Róbert R. Spanó, prófessor, sem hefur störf sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í byrjun nóvember.

„Málafjöldinn hefur þróast gríðarlega hratt á undanförnum áratug. Það má rekja til aukinnar þekkingar á störfum dómstólsins og stækkunar lögsögunnar með fleiri aðildarríkjum til austurs,“ segir Róbert.

Hann telur fyrirsjáanlegt að málum er snúa að vernd eignarréttar muni að einhverju leyti fjölga. „Það eru mál er varða hvernig aðildarríkin hafa brugðist við þeim aðstæðum sem uppi eru vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakrísu.“ Hann telur að reyna muni á í ríkara mæli í framtíðinni hvernig slíkar aðgerðir aðildarríkjanna samrýmast friðhelgi eignarréttar.

Þá ítrekar Róbert að það séu dómstólar í aðildarríkjunum sem hafi frumskylduna til að tryggja mannréttindi borgara ríkjanna. Hann telur skorta á að íslenskir dómstólar hafi nægjanlega djúpa þekkingu á dómaframkvæmd dómstólsins og efnisákvæðum sáttmálans. 18